Þeir sem annast uppsetningu á varmadælum þurfa að hafa til þess kunnáttu og reynslu ásamt réttum tækjum.
Vanræksla á uppsetningu eða umgengni getur leitt til þess að ábyrgð falli niður á tækjabúnaði.
VIÐ STAÐSETNINGU ÚTIHLUTAR VARMADÆLUNAR.
Leitast skal við að hafa útihluta í skjóli fyrir ríkjandi vindátt eða þar sem snjóalög eru sem léttust. Við vissar aðstæður getur verið æskilegt að byggja skjólvegg til hliðar eða að ofan eða umhverfis útihlutann, sem draga myndi úr foki, snjókomu, slyddu eða vatnsálagi án þess að hindra nauðsynleg loftskipti sem dælunni er nauðsynleg. Ávallt skal vera 17 cm bil frá dælu að vegg að baki dælunnar, sem og til hliðar og að plötu að ofan sem væri þá til þess að verjast klaka falli frá þakrönd. Hafa skal ávallt opið undir útidælunni. Næst útihlutanum getur gætt nokkurar kælingar og sérstklega þegar viftur þess ganga á fullum afköstum. Undir útihlutanum getur myndast ís vegna vatns sem rennur frá dælunni við afhrímingu eða við keyrslu hennar við hátt rakastig þannig að ekki er æskilegt að staðsetja hana yfir hurð nema að settur sé þá sér til gerður bakki með affalli sem seldur er sérstaklega. Nauðsynlegt er að staðsetja dæluna að minnsta kosti 1 metra frá jörðu og í þeirri hæð að ekki safnist snjór að henni. Hámarks lengd á milli inni og úti dælu eru 15 metrar og lágmarkslengd á leiðslum 2-3 metrar. Bæta þarf kælivökva (R32) ef lengd á leiðslum fer yfir 7 metra. Aukalega seljum við öflugar vínkil festingar úr gegnum ryðfríu stáli sem festast á vegg viðkomandi byggingar og fylgja gúmípúðar þeim . Leiðslur fylgja ekki varmadælunum heldur eru innifaldar í uppsetningar kostnaði allt að 3 metrum. Kaupandi þarf nauðsynlega að hafa í huga að nægileg festa sé í því virki sem varmadælan festist á, enn annars sjá um styrkingu hans. Útihluti er knúin viftum og pressu sem óhjákvæmilega gefa frá sér lágvært hljóð. Til þess að draga úr hljóðleiðni frá útidælunni eru gúmí púðarnir sem fylgja festingunum staðsettir á milli dælu og festinga en þrátt fyrir það getur einhver hljóðleiðni orðið milli dælu og viðkomandi byggingarhluta og þá sérstaklega ef veggur er panelklæddur og eða illa einangraður. Varast ber að staðsetja útidæluna við glugga þar sem sofið er.
VIÐ STAÐSETNINGU INNIHLUTA LOFT Í LOFT DÆLUNAR.
Það þarf að huga vel að því hvar best er að staðsetja innihlutan sem samanstendur af hitaldi og öflugum hraðastýrðum blásara sem er oftast best að koma fyrir í stærsta rými byggingar stofu/alrými eða á hverjum þeim stað sem vænta má bestrar hitadreifingar. Gagnlegt getur verið fyrir þann sem setur upp dæluna að fá sendar teikningar eða uppdrátt af viðkomandi byggingu til að auðvelda val staðsetningar og undirbúning áður en að henni kemur. Þegar innihlutinn gengur á fullum afköstum er töluverð hreyfing á loftinu í rýminu næst honum einkum beint undir blásaranum og til hliðana (almenn stilling) þar sem heitt/kalt loft streymir skáhallt niður að gólfinu. Vegna þessa er gott að hafa það í huga að staðsetja hann síður þar sem fólk hefur stöðuga viðveru t.d. við borðkrók eða yfir sófa. Samt sem áður er hægt að stilla á breytilegan blástur sem beinir þá blæstrinum eftir því sem við á svo að þetta ætti aldrei að vera til óþæginda. Það þarf ekki að huga að ýláti eða niðurfalli vegna innidælunar ef lögð er frárenslis rör frá inni dælu í samfloti við leiðslur að útidælu sem yfirleitt er síðan leidd niður utandyra. Þar sem Panasonic varmadælurnar eru með þeim lágværustu á markaðnum, þarf varla að sæta lagi með staðsetningu innan hús a) LH mjög lágvær (sleep 10-16°) stilling 18 db b) algengasta vinslustig 24db stilling á ákveðið hitastig 17-24° (c) hæðsta stig (JET) 45db sem aðallega gerist ef að verið sé að keyra upp kallt húsnæði. Hægt að velja um AUTO sem bæði hitar og kælir eftir þörfum eða MANUAL sem heldur þá föstu umbeðnu hitastigi. Lágmarks loftræstingu þarf að tryggja í því rými sem innihluti er staðsettur. Almennt gilda sömu forsendur fyrir staðsetningu innihluta varmadælu og annarra tækja til húshitunar og er kaupanda bent á að kynna sér reglur um slíkt í byggingarreglugerð.
Copyright © Alla rättigheter förbehållna
LOFTTÆKNI EHF
Álfhellu 4, 221 Hafnarfirði - opið má-fö 13-16
Stofnað: 1994 - Kt.: 520794-2209 - S: 546 9500
Netfang: info@lofttaekni.is – www.lofttaekni.is