Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðarskilmálar:

Almennt:

Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er kvörtunar frestur fimm ár ef um er að ræða smásölu stærri raftækja sem ætla má að hafi lengri líf tíma til neytenda. Ef um er að ræða sölu til annara lögaðila s.s. fyrirtækja og stofnanna er ábyrgðartíminn, þ.e. tímamörk til að bera fyrir sig galla á seldri vöru eitt ár frá því að seldum hlut var veitt viðtaka nema annað sé sérstaklega tekið fram.

 

Ábyrgðin nær ekki yfir:

-Rekstrart. vörur síur, olíur, kælimiðil etc.

-Kostnað vegna ferða/vinnu v. ísetningar varahluta

-Bilana vegna utanaðkomandi aðstæðna.

-Auka‐ eða varahluta sem settir eru í eða breytt af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila

-Bilana vegna rangra tenginga eða vanrækslu á viðhaldi og þjónustu s.s. óþrifa

-Bilana/truflana í rekstri v/rangrar notkunar

-Bilana vegna truflana á rafveitu, vatnslögnum eða hindrunar á loftflæði

-Bilana eða rekstrartruflana sem verða vegna bilana í tengdum búnaði frá þriðja aðila


Sama gildir um bilanir vegna breytinga á tækinu, stillinga á stjórnbúnaði eða þjónustu við það sem unnin er af öðrum en viðurkendum aðilum

2ja ára ábyrgð er á eistökum hlutum og vinnu vegna hugsanlegra verksmiðjugalla. Ábyrgð þessi gildir um alla hluti sem sannanlega þarf að skipta út vegna galla á ábyrgðar tímanum og takmarkast við eðlilegan rekstur tækisins. Vanræksla við þjónustu og umhirðu tækisins sem tiltekin er í notendahandbók sem og aðstæður í umhverfinu sem ekki geta talist eðlilegar við rekstur tækisins geta valdið niðurfellingu á ábyrgð seljanda. Sama gildir um breytingar á tækinu eða þjónustu við tækið sem unnin er af öðrum en viðurkendum þjónustuaðila. Ábyrgðartíminn hefst við afhendingu vöru eða útgáfu reiknings og framvísa verður honum í þeim tilvikum sem um ábyrgðartjón er að ræða og nær ábyrgðin bæði til gallaðra hluta og viðgerðar sé tækið innan bæjarmarka sölu & þjónustuaðila, annars gildir að allur kostnaður vegna ferða og uppihalds vegna viðgerðar og sendingarkostnaður varahluta greiðist af kaupanda. Kaupandi greiðir í öllum tilvikum sendingarkostnað varahluta og ferðakostnað vegna vinnu við viðgerð hins gallaða tækis. 1 árs ábyrgð er tekin á vinnu við uppsetningu tækisins, ábyrgðin hefst við gangsetningar dag. Í ákveðnum tilvikum getur kaupandi fengið afhenta varahluti og séð um skipti þeirra enda sé verkið framkvæmt af viðurkenndum þjónustuaðila og miðast við að hin gallaða vara sé send seljanda án tafar. Ein af ástæðum þess að Lofttækni ehf hefur komið sér upp sölu- og þjónustuneti í samstarfi við viðurkenda aðila út um landið er til þess að stytta leiðir, sem stórlega dregur úr kostnaði fyrir kaupandann ásamt því að vera skilvirkara að öllu leyti i.e. ÞJÓNUSTAN HEIM Í HÉRAÐ eftir því sem aðstæður leyfa.