Sölu og þjónustuskilmálar

VARMADÆLUR


Sölu- og þjónustuskilmálar fyrir loft í loft varmadælurHér gefur að líta á skilmála fyrir staðlaða uppsetningu loft í loft varmadælu fyrir heimili og einkaaðila.


Innifalið í standard uppsetningu sem kostar kr. 89.000.- m/Vsk er eftirfarandi:


• Allt að 5 tímar í vinnu

• Allt að 3 m lengd lagna kælimiðils inni og úti dælu

• Allt að 3 m lengd raflagnar

• Eitt gat í útvegg Ø 60mm heildar þykkt að 300mm

• Gangsetning og prófun varmadælu

• Stutt kennsla á notkun fjarstýringar og útlistun á reglubundnu viðhaldi

• Gróf tiltekt á verkstað að verki loknu (kaupandi sér um förgun umbúða)


Biðtími eftir afgreiðslu getur verið 1-2 vikur -og jafnvel lengri eftir aðstæðum og veðurfari.

Almenn gjaldskrá og skilmálar fyrir þjónustu á verkstað utan staðlaðrar uppsetningar.


Það sem ekki er innifalið í uppsetningu er eftirtalið:


Traustar vínkil veggfestingar úr gegnheilu ryðfríu stáli kr. 12.000.- m/vsk


• Gjald fyrir þjónustu umfram uppsetn. skilmála eða við aðra þætti á verkstað svo sem raflagnir eftir gildandi taxta.

• Akstur ekki innifalin

• Útseldur ferðatími starfsmanns eftir gildandi taxta.

• Gjald fyrir lagnastokka

• Gjald fyrir hvern metra í viðbótarlengd á rörum & einangrun

• Gjald fyrir hvern metra í viðbótarlengd með stokkum

• Kaupandi geri ráðstafanir sem nauðsynlegar eru vegna aukinnar 2,5 m vinnuhæðar

• Vinna og efni við lagningu / breytingar á raflögn eða töflu er ekki innifalið

• Staðsetning gegnumtaks í vegg er á ábyrgð eiganda

• Ekki er tekin ábyrgð á múr skemmdum sem kunna að verða við borun

• Ekki er tekin ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á lögnum við borun

• Eins árs ábyrgð er á vinnu og efni við uppsetningar


Uppsetningaraðili leitast við að ráðleggja kaupanda um staðsetningu bæði inni -og útihluta varmadælunnar, endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda.Þessir skilmálar gilda nema ef um annað hefur verið samið.


Ábyrgð á vinnu og einstökum íhlutum vegna verksmiðjugalla er 2 ár nánar um ÁBYRGÐIR hér á vefsíðunni.